Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 28. janúar 2022

Stefnt er því öllum sóttvarnaaðgerðum hér á landi verði aflétt um miðjan mars en fimmtíu manna samkomutakmarkanir verða í gildi næstu fjórar vikur. Heilbrigðisráðherra segir horfurnar í faraldrinum þær björtustu sem hann hefur séð.

Rafmagn verður skert til stórnotenda eftir sprengingu sem varð í tengivirki Landsvirkjunar við Nesjavallavirkjun í morgun. Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir ólíklegt raforku skerðingarnar nái til almennings.

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir fjölda áskoranna félagsmanna ástæðu þess hún bjóði sig aftur fram til formanns. Hún sagði af sér í byrjun nóvember vegna þess sem hún kallaði vantraustsyfirlýsingu starfsfólks.

Yfirlæknir Blóðbankans reiknar með þörfin fyrir blóðgjöfum aukist mikið á næstu vikum vegna fjölgunar smita. Hann hvetur frískt fólk til koma og gefa blóð.

Ítalska þingið reynir enn koma sér saman um hver verði næsti forseti landsins. Forseti efri deildarinnar verður mögulega fyrir valinu þegar atkvæði verða greidd í sjötta sinn síðdegis.

Karlalandsliðið í handbolta mætir Noregi á Evrópumótinu í dag í leik um fimmta sætið.

Birt

28. jan. 2022

Aðgengilegt til

28. jan. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.