Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 27. janúar 2022

Helmingi færri fara í sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu eftir reglum um sóttkví var breytt. Landspítalinn fer ekki af neyðarstigi fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Þetta segir formaður farsóttarnefndar spítalans.

Heilbrigðisráðherra styður aukna aðkomu Alþingis við gerð nýrra sóttvarnareglna.

Samkomulag er í höfn um vopnahlé milli stjórnarhers Úkraínu og aðskilnaðarsinna í austurhéruðum landsins.

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir skort á starfsfólki blasa við ef spár um aukinn ferðamannastraum rætast. Verði starfsfólk flutt inn komi upp annað vandamál - húsnæðisskortur.

Þingmaður Pírata leggur til kóróna og merki Kristjáns níunda Danakonungs verði fjarlægð af Alþingishúsinu.

Náttúruverndarsamtök Austurlands vilja fyrirhuguð Hamarsvirkjun fari í verndarflokk en ekki biðflokk. Virkjunin muni spilla ósnortnu Hraunasvæði og fögrum fossaröðum.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun mæta Noregi í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu og getur með sigri tryggt sér sæti á Heimsmeistaramótinu á næsta ári.

Birt

27. jan. 2022

Aðgengilegt til

27. jan. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.