Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 24. janúar 2022

Búast við sóttvarnarlæknir leggi til afléttingar sem snúa sóttkví og sýnatökum. Hann segir forsendur fyrir því slaka á aðgerðum en það þurfi þó gera í skerfum.

Nokkur Atlantshafsbandalagsríki ætla senda herskip og orrustuþotur til ríkja í Austur-Evrópu til styrkja varnir þeirra vegna ástandsins á landamærum Rússlands og Úkraínu. Helmingur starfsliðs í sendiráði Bretlands í Kænugarði verður sendur heim í öryggisskyni.

Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar mál skipstjórans sem sigldi Herjólfi án atvinnuréttinda í síðasta mánuði. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir hann fái annað tækifæri til bæta fyrir dómgreindarleysi og trúnaðarbrest.

Bandaríska stórfyrirtækið Universal hefur keypt Öldu Music sem á réttinn stórum hluta þeirrar tónlistar sem gefin hefur verið út á Íslandi. Formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna telur með þessu fái íslenskir tónlistarmenn stærri hátalara til koma sér á framfæri erlendis.

Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli á Akureyri verður loksins tekin í gagnið um miðjan febrúar, um þremur árum á eftir áætlun.

Birt

24. jan. 2022

Aðgengilegt til

24. jan. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.