Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 19. janúar 2022

Sóttvarnalæknir metur hvort stytta eigi einangrun vegna covid í fimm daga, í stað sjö eins og er. Hann hefur lagt til sýnatöku fyrir fólk í smitgát verði hætt. Nærri fimmtán hundruð greindust með covid í gær, og hafa aðeins einu sinni verið fleiri. Sjúklingum á Landspítala með covid fækkar hratt. Þórólfur gerir ekki ráð fyrir slakað verði á samkomutakmörkunum fyrir mánaðamót.

Covid-smit hafa blossað upp á Reyðarfirði og í Neskaupstað. 20 smit hafa greinst á Austurlandi á einum degi og er viðbúið fleiri smit greinist næstu daga.

Fyrirspurnatími forsætisráðherra er í breska þinginu og hart hefur verði sótt Boris Johnson vegna veisluhalda í embættisbústað hans, Downingstræti 10 á meðan samkomur voru bannaðar. Raunir Johnsons jukust er einn þingmanna Íhaldsflokks hans yfirgaf flokkinn og gekk í Verkamannaflokkinn rétt í þessu.

Hlutfjárúboð Alvotech var stækkað vegna mikils áhuga íslenskra fjárfesta. Heildarvirði útboðsins nemur 22 og hálfum milljarði króna.

Fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi anna vart mikilli loðnuveiði og hafa skip þurft landa í Noregi. Verð á lýsi og mjöli frá bræðslunum hefur fallið vegna mikils framboðs.

Áætlaðar tekjur Akureyrarbæjar af innheimtu bílastæðagjalda eru allt sjötíu milljónir króna á ári. Reiknað er með gjaldtaka hefjist í mars.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta komst í gærkvöld í milliriðlakeppni Evrópumótsins eftir frækinn sigur á Ungverjum.

Birt

19. jan. 2022

Aðgengilegt til

19. jan. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.