Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 17. janúar 2022

Færri veikjast alvarlega af völdum Covid og sóttvarnalæknir og Landspítalinn skoða hvort ástæða til slaka fyrr á sóttvörnum

Þingflokkur Viðreisnar vill ráðherrar gefi Alþingi skýrslu samdægurs um breyttar sóttvarnaaðgerðir eða framlengingu þeirra. Fyrsti þingfundur ársins er í dag.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi gefur ekki kost á sér til endurkjörs í bæjarstjórnarkosningunum í vor.

Sprengigosið við Tonga hefur líklega ekki áhrif á veðurfar og loftslag, segir hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands.

Vegagerðin hefur opnað vegina um Eyrarhlíð og Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum, en þeim var lokað í gærkvöld vegna snjóflóðahættu.

Fyrrverandi forseti Úkraínu sneri heim úr útlegð í dag. Hann segist ætla bjarga þjóðinni frá hugsanlegri innrás Rússa.

Sannkallað gullfé hefur fundist á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi arfgerð finnst í sauðfé hér á landi. Hún er talin geta tryggt sigur í baráttunni gegn pestinni.

Ísland vann Holland í gærkvöld á EM karla í handbolta og er með fullt hús stiga eftir tvö leiki í riðlinum. Enn getur þó allt gerst og B-riðill Íslands er galopinn fyrir lokaumferðina á morgun.

Birt

17. jan. 2022

Aðgengilegt til

17. jan. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.