Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 11. janúar 2022

Ríkisstjórnarfundi lauk rétt fyrir hádegi. Þar var ákveðið framlengja núgildandi sóttvarnir um þrjár vikur. Hátt í tólf hundruð kórónuveirusmit greindust innanlands í gær.

Kúabóndi segir mörgum finnist stjórn Íseyjar ekki hafa brugðist nógu hratt við ásökunum ungrar stúlku á hendur þáverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Óskað verði eftir skýringum á næsta aðalfundi Auðhumlu, móðurfélags Íseyjar.

Jarðskjálfti, þrír komma einn stærð, varð suðvestan við Húsafell og vestan við Ok á tíunda tímanum í morgun. Náttúruvársérfræðingur býst við jörð haldi áfram skjálfa svæðinu, en engin hætta er á gosi.

Þorskveiðiheimildir til strandveiða hafa verið skertar um eitt þúsund og fimm hundruð tonn miðað við það sem áður hafði verið ákveðið. Talsmaður smábátaeigenda krefst leiðréttingar á þessu hið fyrsta.

Forseti Úkraínu leggur til leiðtogafund með forsetum Frakklands og Rússlands og kanslara Þýskalands, þar sem deila Úkraínumanna og Rússa verði leidd til lykta.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir útlit fyrir meira en helmingur íbúa Evrópu og Mið-Asíu eigi eftir smitast af omíkron á næstu tveimur mánuðum.

Birt

11. jan. 2022

Aðgengilegt til

11. jan. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.