Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 29. desember 2021

Sóttvarnalæknir ætlar ekki leggja til breytingar á lengd einangrunar og sóttkvíar svo stöddu. Hann vill bíða álits annarra, til dæmis Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins.

825 kórónuveirusmit greindust í gær, þar af 744 innanlandssmit, færri en daginn áður. Smitin hafa þó aldrei verið fleiri á einum degi á landamærum, eða 81.

Rannsóknir benda til þess börn fái síður aukaverkanir af bóluefnum en fullorðnir. Þetta sagði yfirmaður bólusetninga hjá sóttvarnalækni á fundi velferðarnefndar í morgun.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um fimm einstaklingar í sömu fjölskyldunni skyldu sæta einangrun í tíu daga vegna kórónuveirusmita.

Jarðskjálfti, 3,7 stærð, varð um tvo kílómetra austur af Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Töluvert dró úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga í nótt.

Fréttamiðlinum Stand News í Hong Kong hefur verið lokað eftir sjö núverandi og fyrrverandi starfsmenn hans voru handteknir. Stand News barðist fyrir lýðræðisumbótum í nýlendunni fyrrverandi.

Biskupsritari segir það hafi ekki verið mistök heimila helgihald um jólin. Búið er aflýsa öllu helgihaldi um áramótin.

Stjórnvöld á Kanaríeyjum vilja koma á útgöngubanni á gamlársdag og á þrettándanum. Tæplega fjögur þúsund manns greindust með kórónuveiruna á eyjunum í gær.

Vel viðrar til skjóta upp flugeldum víða um land snemma á gamlárskvöld. Veðurstofan varar hins vegar við veðrinu á nýársnótt. Ekkert ferðaveður verður á landinu á nýársdag.

Val samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins verður opinberað í kvöld í beinni útsendingu á RÚV. Sex einstaklingar á topp tíu listanum eru tilnefndir í fyrsta sinn.

Veðurhorfur: Norðan- og norðaustanátt, víða tíu til átján metrar á sekúndu og dálítil snjókoma í flestum landshlutum til hádegis, en rofar síðan til. Áfram dálítil él norðan- og austanlands í dag. Frost fjórum stigum, en kólnar í kvöld.

Birt

29. des. 2021

Aðgengilegt til

29. des. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.