Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 28. desember 2021

Kórónuveirusmitin stigmagnast í landinu, 893 smit greindust í gær, hið langmesta til þessa. Á þrettánda þúsund manns eru ýmist í sóttkví eða einangrun. Sóttvarnalæknir segir skoða þurfi með opnum huga hvort breyta eigi tillögum um tímalengd einangrunar og sóttkvíar.

minnsta kosti þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Bjarni Benediktsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, eru með COVID-19. Forsætisráðherra segir stöðuna í faraldrinum alvarlega. Næsti ríkisstjórnarfundur verður haldinn 4. janúar.

Sjö sjúklingar eru smitaðir á hjartadeild Landspítalans og þrír starfsmenn. Þetta er mesta hópsmit á spítalanum síðan mikið smit kom upp á Landakoti í fyrra.

Mikið snjóaði á Norðausturlandi í nótt og morgun og snjór og þæfingsfærð er á vegum víða um norðanvert landið. Óvissustig er vegna snjóflóðahættu á vegum á Tröllaskaga og vegurinn um Víkurskarð er lokaður.

Mikið tjón varð í flugskeytaárás á hafnarsvæðið í Latakia [Lað'qijja] í Sýrlandi í nótt. Ísraelsmenn eru sakaðir um hafa verið verki. Þeir neita því hvorki játa.

Flest sveitarfélög leggja á hámarksútsvar á næsta ári. Strandabyggð fékk sérstaka heimild til fara yfir mörkin vegna erfiðrar fjárhagsstöðu.

Birt

28. des. 2021

Aðgengilegt til

28. des. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.