Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 15. desember 2021

Forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga samdi við lögmannsstofu í eigu forstöðumanns skrifstofu stofnunarinnar á Ísafirði, um taka sér innheimtuverkefni fyrir stofnunina. Þeir voru báðir sendir í leyfi í gær.

Níutíu og níu þingmenn Íhaldsflokksins snérust gegn Boris Johnson forsætisráðherra í gærkvöld og greiddu atkvæði gegn tillögum um hertar sóttvarnarreglur.

Kostnaður við uppstokkun Stjórnarráðsins mun kosta ríkissjóð hátt í milljarð króna segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin hafi ekki yfirsýn yfir verkefnið.

Á þrettánda hundrað manns var bjargað þegar eldur kom upp í 38 hæða húsi í Hong Kong í dag.

Útsvarið á Seltjarnesi verður hækkað í 14,09 prósent. Þetta varð ljóst við afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins í morgun þegar einn bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gekk minnihlutanum á hönd.

Hertar sóttvarnarreglur á Gran Canaria og Tenerfie ættu ekki hafa mikil áhrif á ferðaplön Íslendinga sem stefna þangað um jólin. Árleg skötu- og hangikjötsveisla er á áætlun.

Jólagjöf ársins 2021 er jogging gallinn. Þetta er niðurstaða Rannsóknaseturs verslunarinnar

Stjarnan komst áfram í 16-liða úrslit bikarkeppni karla í handbolta í gær eftir tvíframlengdan leik gegn Aftureldingu.

Birt

15. des. 2021

Aðgengilegt til

15. des. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.