Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 3. desember 2021

Omíkron afbrigði kórónuveirunnar hefur ekki greinst utan Akraness. Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir meiri útbreiðslu þess í minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir sem hann vinnur að.

Verið er skipuleggja fyrirkomulag kórónuveirubólusetninga 5-11 ára barna. Hugmyndir eru um þær verði í skólum og börnin fái jafn margar sprautur og fullorðnir.

Formaður Samfylkingarinnar segir fjárlög ríkisstjórnarinnar einkennast af kjarkleysi og skeytingarleysi gagnvart ójöfnuði. Formaður Viðreisnar segir óboðlegt Alþingi afgreiði fjárlög í spreng og skorar á forystu flokkanna ræða vorkosningar á ný.

Heilbrigðisyfirvöld í Noregi telja sautján hið minnsta hafi smitast af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á jólahlaðborði í Ósló fyrir viku. Þau segja engar reglur hafi verið brotnar á skemmtuninni.

Skattaívilnanir til kaupa á rafbílum renna óbreyttu út á næsta ári. Formaður Rafbílasambandsins kallar eftir því stjórnvöld horfi til lengri tíma.

Mikið tap blasir við af rekstri sveitarfélaga á málefnum fatlaðra á þessu ári. Á Norðurlandi vestra verður tapið á þriðja hundrað milljónir króna ef svo fer fram sem horfir. Ástæðan er mikill samdráttur á framlögum úr Jöfnunarsjóði.

Birt

3. des. 2021

Aðgengilegt til

3. des. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.