Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 30. nóvember 2021

Staða ríkissjóðs er góð segir fjármálaráðherra, þótt stefni í tæplega 170 milljarða króna hallarekstur á næsta ári. Ráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið í morgun.

Stjórnarandstaðan segir frumvarpiðberi vott um kjarkleysi og ekkert komi fram seendurspegli

Formaður Samfylkingarinnar segir í ljósi góðrar skuldastöðu ríkissjóðs hefði fjárlagafrumvarp næsta árs getað verið kjarkaðra. Þingmaður Pírata segir við fyrstu sýn ekkert í frumvarpinu sem endurspegli kosningarnar.

Það stendur ekki til herða aðgerðir á landamærum vegna útbreiðslu hins nýja Omíkron afbrigðis kórónuveirunnar. Sóttvarnarlæknir segir engar tilkynningar hafa borist um alvarleg veikindi vegna afbrigðisins.

Eyríkið Barbados varð lýðveldi á miðnætti staðartíma þegar það sleit öllu ríkjasambandi við Bretland. Fyrrverandi landstjóri drottningar er orðin forseti hins nýja lýðveldis.

Kvennalandslið Íslands í fótbolta leikur lokaleik sinn á árinu í dag þegar liðið mætir Kýpur í undankeppni HM. Þá steinlá íslenska karlalandsliðið í körfubolta fyrir Rússlandi í gærkvöld.

Birt

30. nóv. 2021

Aðgengilegt til

30. nóv. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.