Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 29. nóvember 2021

Fjölmargar stofnanir og verkefni færast á milli ráðuneyta við uppstokkun ríkisstjórnarinnar. Farið verður yfir hlutverk nýrra ráðuneyta í hádegisfréttum.

Margir ráðherrar skiptust á lyklum í morgun. Sumir bæði afhentu og tóku við, en einnig bættust tveir nýir ráðherrar við.

Sex tilfelli omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hafa greinst í Skotlandi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ráð fyrir afbrigðið eigi eftir dreifast um allan heim.

Skólahald niðri víða um land í síðustu viku vegna hópsýkinga .Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fékk örvunarskammt í Laugardalshöll í morgun.

Íshellan lækkar enn í Grímsvötnum en aðdragandinn hlaupi er orðinn lengri en sérfræðingar spáðu í fyrstu. Rennsli hefur aukist lítillega í Gígjukvísl en ekki hefur mælst aukin rafleiðni í ánni.

Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta telja sig eiga góða möguleika gegn Rússlandi í undankeppni HM í dag. Bæði lið unnu fyrsta leik sinn í riðlinum.

Birt

29. nóv. 2021

Aðgengilegt til

29. nóv. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.