Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 24. nóvember 2021

Sex andlát á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lögregla telur ætla megi andlátin hafi verið ótímabær og borið með saknæmum hætti. Lífslokameðferð fimm annarra sjúklinga er einnig til rannsóknar.

Sænska þingið staðfesti í morgun Magdalena Andersson verði næsti forsætisráðherra Svíþjóðar. Aðeins munaði nokkrum vikum konur væru forsætisráðherrar á sama tíma á öllum Norðurlöndunum.

Eftirlit var aukið með hjónunum Beverly og Einari Gíslasyni sem voru dagforeldrar og leikskólakennarar í Garðabæ, eftir ábendingu frá manni sem vistaður hafði verið á Hjalteyri .

Opið hús er í örvunarskammt í Laugardalshöll í dag. Framkvæmdastjóri heilsugæslunnar segir mæting góð.

Enn greinast Grundfirðingar með COVID-19 og er fjórðungur bæjarbúa ýmist í sóttkví eða einangrun. Á Patreksfirði kom upp hópsmit í gær, þar liggur skólahald niðri út vikuna.

Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Samskiptastjóri sambandsins segir langan aðdraganda starfslokunum en atvik eftir leik gegn Norður Makedóníu er sagt hafa verið kornið sem fyllti mælinn.

rannsókn sýnir holdafar rjúpna er með því besta sem mælst hefur. Þetta getur hjálpað stofninum stækka og rétta úr kútnum segir fuglafræðingur.

Birt

24. nóv. 2021

Aðgengilegt til

24. nóv. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.