Forseti Íslands setur Alþingi nú eftir hádegi og um leið verður greinargerð undirbúningskjörbréfanefndar vegna talningar í Norðvesturkjördæmi gerð opinber. Talið er að greidd verði atkvæði um þrjár tillögur á fimmtudag.
Forsætisráðherra segir frásagnir af ofbeldi á börnum á Vistheimilinu á Hjalteyri sláandi. Það hafi verið ákvörðun vistheimilanefndar að rannsaka ekki heimilið.
Ný ríkisstjórn verður kynnt á næstu dögum en formenn stjórnarflokkanna segir að skipting ráðuneyta muni ekki liggja fyrir fyrr en ný stjórn verður kynnt.
Matvælastofnun hefur fimm sinnum stöðvað starfsemi þar sem blóðtökur úr merum eru stundaðar vegna óviðunadi aðbúnaðs. Enginn þessara bænda hefur fengið leyfi að nýju. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist sorgmæddur yfir fréttunum.
Nýgengi COVID-smita hefur aldrei verið hærra en nú. Nærri þriðjungur þeirra sem greinast eru yngri en átján ára. Smitum í Grundarfirði hefur fjölgað síðan í gær en þar eru nú sextán prósent bæjarbúa ýmist í sóttkví eða einangrun, flest þeirra börn. Bæjarstjórinn segir að búast megi við fleiri smitum.
Smáframleiðendur til sveita eru uggandi eftir að pósturinn stórhækkaði gjaldskrá á pakkasendinum til og frá dreifbýli.
Hestamaður á Akureyri segir ástand gatna í hesthúsahverfi bæjarins vera sveitarfélaginu til skammar. Hann hvetur bæjaryfirvöld til að grípa í taumana.