Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 19. nóvember 2021

Tíu til tuttugu daga útgöngubann gengur í gildi í Austurríki frá og með næsta mánudegi. Landsmönnum verður gert skylt frá fyrsta febrúar láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni.

Töluvert er um fólk sem kemur frá útlöndum til vinna hérlendis óbólusett og verði mikið veikt af covid. Alls greindust 192 smit í gær, þar af 179 innanlands.

Búið er skella nær öllu í lás á Dalvík eftir á þriðja tug smita greindust þar í gær. Upplýsingafulltrúi hjá Dalvíkurbyggð segir mikla samstöðu ríkja í bænum.

Íbúar á Úthéraði óttast bæði sjón- og örplastmengum frá vindmyllum sem Orkusalan áformar reisa við Lagarfossvirkjun.

Verkaskipting heimilisstarfa hefur lítið breyst eftir kórónuveirufaraldurinn samkvæmt tölum frá Hagstofu. Karlar segjast mun sáttari með verkaskiptinguna en konur.

Deildarmyrkvi á tunglinu sást víða á landinu í morgun. Um stund var tunglið baðað rauðum bjarma.

Fyrirliði Breiðabliks segir liðið þurfa brjóta ísinn og fara skora mörk í Meistaradeild Evrópu, liðið tapaði fyrir Kharkiv frá Úkraínu í gær.

Birt

19. nóv. 2021

Aðgengilegt til

19. nóv. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.