Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 16. nóvember 2021

206 greindust með covid í gær og níu á landamærunum. Ekki hafa fleiri greinst á einum degi frá því faraldurinn hófst. Sóttvarnalæknir segir álagið á covid-göngudeild verða of mikið.

Gengið verður frá skipan ríkisstjórnarinnar í vikunni,

Alþingi verður sett í síðasta lagi á þriðjudag því gefnu niðurstaða undirbúningskjörbréfanefndar liggi fyrir. Hlé verði síðan gert á þingfundum þar til mælt verður fyrir fjárlagafrumvarpi.

Forseti Hvíta-Rússlands vill lægja öldurnar í samskiptum við Evrópusambandið vegna þúsunda hælisleitenda sem vilja komast frá landi hans yfir til Póllands. Átök brutust út á landamærunum í dag.

Börn og ungmenni horfa mest á sjónvarpsefni á ensku samkvæmt niðurstöðum könnunar Menntavísindastofnunar. Mestur er munurinn á Youtube áhorfi. Dagur íslenskrar tungu er í dag.

Birt

16. nóv. 2021

Aðgengilegt til

16. nóv. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.