Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 10. nóvember 2021

Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna en í gær, þegar 178 greindust smitaðir. Þórólfur Guðnason segir styttast í hertari sóttvarnareglur haldi þetta svona áfram.

Sama er uppi á teningnum í Noregi þar sem smitum fjölgar mjög.

Stjórnunarhættir á Menntamálastofnun ógna heilsu og öryggi starfsfólks samkvæmt úttekt á starfsháttum þar. Menntamálaráðherra segir málið í algjörum forgangi innan ráðuneytisins.

Áfrýjunardómstóll Evrópusambandsins staðfesti í dag netrisinn Google eigi greiða tvo komma fjóra milljara evra í sekt fyrir brot á samkeppnislögum.

Tveir voru fluttir á sjúkrahús og er annar í lífshættu eftir umferðarslys á hjólastíg við Sæbraut í Reykjavík í morgun. Létt bifhjól og rafmagnshlaupahjól skullu saman.

Skráð atvinnuleysi mælist fjögur komma níu prósent á landsvísu. Atvinnulausum fækkar um fjögur hundruð á höfuðborgarsvæðinu, frá fyrra mánuði.

Breiðablik náði í stig á útivelli í Úkraínu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld.

Birt

10. nóv. 2021

Aðgengilegt til

10. nóv. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.