Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 9. nóvember 2021

168 covid-smit greindust í gær og er það enn eitt metið.

Pólskt og hvítrússneskt herlið er saman komið við landamæri ríkjanna þar sem þúsundir hælisleitenda reyna komast til Póllands. Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi eru sökuð um standa baki flóttamannastraumnum.

Landssamband lögreglumanna vill ríkissaksóknari rannsaki ummæli lögmanns um meinta mismunun lögreglu og dómstóla þegar kemur rannsókn kynferðisbrotamála.

Allir tónleikar sem eru á dagskrá fyrir jólin verða haldnir, segir formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara. Það skiptir miklu máli fyrir tónlistarfólk og ekki síður fyrir andlega heilsu þjóðarinnar þurfa ekki fara í gegnum önnur jól án jólatónleika.

Sala Símans á Mílu er enn til umfjöllunar í Þjóðaröryggisráði sem fundaði um málið í gær. Unnið er samningu frumvarps um erlendar fjárfestingar.

Sextíu og níu ára gömul kona segir Kristinn E, Andrésson, einn helsti frömuður íslenskra kommúnista á síðustu öld, hafi beitt hana kynferðisofbeldi þegar hún var níu ára. Hún þagði yfir leyndarmálinu og áfallinu í sextíu ár.

Birt

9. nóv. 2021

Aðgengilegt til

9. nóv. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.