Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 2. nóvember 2021

Sólveig Anna Jónsdóttir hefur ekki sagt af sér embætti annars varaforseta ASÍ en forseti sambandsins á von á hún tilkynni fljótlega um afsögn. Mál Eflingar verða til umræðu á miðstjórnarfundi ASÍ á morgun.

Rúmlega hundrað þjóðarleiðtogar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafa sammælst um stöðva eyðingu skóga í heiminum fyrir árið 2030. Brasilíumenn eru þeirra á meðal.

Sérfræðingar Vegagerðarinnar meta aðstæður í Norðfjarðargöngum þar sem hluti af klæðningu féll úr lofti í gær. Göngin eru lokuð en frá hádegi verður stærri bílum hleypt í gegn í hollum. Minni bílar notast við gömlu göngin uppi í Oddsskarði.

Nýtútskrifaðir sálfræðingar ekki starfsleyfi hér á landi þar sem verklega þjálfun vantar í námið. Minnst tveir sálfræðingar hafa lent í vandræðum í Svíþjóð því íslenska námið stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru annars staðar á Norðurlöndunum.

85 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Búist er við talsverðum fjölda í sýnatöku á Selfossi í dag og reynir lögreglan liðka fyrir umferð í kringum sýnatökustað.

Enn er beðið fregna af knattspyrnumanninum Emil Pálssyni, sem hneig niður í leik með liði sínu Sogndal í norsku b-deildinni í gærkvöldi.

Birt

2. nóv. 2021

Aðgengilegt til

2. nóv. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.