96 greindust með COVID í gær, helmingur utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir segir þörf á aðgerðum, en skilar ekki nýju minnisblaði í dag.
Nær allir starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri eru bólusettir. Spítalinn er í viðbragðsstöðu vegna fjölgunar smita.
Aukin harka er hlaupin í fiskveiðideilu Breta og Frakka en Frakkar stöðvuðu í morgun veiðar nokkurra breskra togara við Frakklandsstrendur. Löndunarbann verður sett á bresk skip ef samkomulag næst ekki um helgina.
Ísland þarf að setja markmið um 70 prósenta samdrátt í losun fyrir 2030. Þetta eru skilaboð þrennra umhverfisverndarsamtaka til stjórnvalda í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í Glasgow.
Sextán kærur hafa borist undirbúningskjörbréfanefnd, langflestar vegna talningar í Norðvesturkjördæmi. Formaður nefndarinnar segir ótímabært að segja til um hvenær málsmeðferð ljúki.
Þeir 326 kjarasamningar sem gerðir hafa verið frá því í mars 2019 hafa skilað verulegri kaupmáttaraukningu samkvæmt úttekt kjaratölfræðinefndar.
Mikið tjón varð í vélarrúmi ísfisktogarans Vestmannaeyjar VE þegar eldur kviknaði í vélarrúminu úti á sjó í gær. Skipstjórinn og slökkviliðsstjórinn í Fjarðabyggð eru sammála um að góð þjálfun skipverja hafi skipt sköpum.
Fyrirkomulag rjúpnaveiða í ár verður rætt á fundi með hagsmunaaðilum í umhverfisráðuneytinu í dag.
Ronald Koeman var í gærkvöldi rekinn sem þjálfari fótboltaliðs Barcelona.