Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 19. október 2021

2.000 manns mega koma saman frá og með miðnætti, allri grímuskyldu verður aflétt og afgreiðslutími veitingastaða lengdur um klukkustund. Þetta er meðal breytinga á samkomutakmörkunum sem heilbrigðisráðherra kynnti í morgun. Stefnt er fullri afléttingu eftir fjórar vikur.

Stjórnandstaðan krefst þess rækilega verði farið ofan í fyrirhugaða sölu á dótturfyrirtæki Símans, Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Formaður Viðreisnar hefur óskað eftir forsætisráðherra hitti formenn allra flokka til ræða málið.

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa, fundar á Hótel Borgarnesi klukkan hálf eitt. Hluti nefndarinnar kom á lögreglustöðina í Borgarnesi í morgun þar sem ónotaðir atkvæðaseðlar voru taldir.

Arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja tvöfölduðust í fyrra og námu rúmum 21 milljarði króna.

Sér­fræðing­ur hjá Veðurstofunni segir margt bendi til þess, hægt hafi á landrisi við Öskju. Vísindamenn fylgjast áfram grannt með framvindunni.

Pólverjar eru líkt og undanfarin ár fjölmennastir í hópi innflytjenda hér. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna innflytjendum heldur áfram fjölga í landinu bæði af fyrstu og annarri kynslóð.

Birt

19. okt. 2021

Aðgengilegt til

19. okt. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.