Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 14. október 2021

Karlmaður er í haldi norsku lögreglunnar fyrir hafa orðið fimm manns bana í gær með boga og örvum í bænum Kóngsbergi. Ekkert liggur fyrir um ástæðu voðaverkanna. Maðurinn kemur fyrir dómara í dag.

Ekkert er enn vitað um upptök eldsvoðans í Hafnarfirði, þar sem kona lést í nótt. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðin var full af reyk og mikill hiti.

Forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu Landspítalans tekur undir með sóttvarnalækni inflúensa geti haft áhrif á tilslakanir í sóttvörnum. Búast megi við skæðum inflúensufaraldri í vetur.

Umsvif á fasteignamarkaði hafa dregist saman á síðustu mánuðum. Húsnæði vegur sífellt þyngra í bókhaldi heimilanna og kyndir undir verðbólgu.

Fjögur sveitarfélög koma til greina mati stjórnenda sveitarfélagsins Voga þegar kemur sameiningu. Leitað verður eftir afstöðu íbúa til sameiningar á fundi í kvöld.

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur til rannsóknar peningafölsunarmál þar sem falsaður fimm þúsund kall var notaður í búð .

Birt

14. okt. 2021

Aðgengilegt til

14. okt. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.