Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 13. október 2021

Stjórnvöld vilja fjölga rýmum á hjúkrunarheimilum á suðvesturhorninu til þess létta álagi af Landspítala. svo unnt slaka á sóttvarnaaðgerðum. Tvö tvíbýli hafa verið gerð á Droplaugarstöðum til svara kallinu.

Formaður Öryrkjabandalag Íslands segir þak á greiðsluþátttöku sjúklinga hálfgerðan blekkingarleik. Í nýrri skýrslu bandalagsins kemur fram sjúklingar greiði vel á annan milljarð í komugjöld til sérfræðilækna og sjúkraþjálfara, framhjá þakinu.

Hópur vísindamanna hvetur stjórnvöld til efla rannsóknir á skriðuhættu með sambærilegu átaki og gert var vegna snjóflóðahættu á tíunda áratugnum.

Starfsfólk bandaríska sendiráðsins í Kólumbíu kvartar yfir svipaðri vanlíðan og vart hefur orðið í sendiráðunum á Kúbu og víðar. Málið hefur verið rannsakað árum saman, án árangurs.

Kumlateigur líklega frá landnámsöld hefur fundist í Seyðisfirði. Kumlin eru undir stórri skriðu sem talið er fallið hafi í kringum 1150.

Blikakonur mæta Real Madríd á Spání kvöld í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Birt

13. okt. 2021

Aðgengilegt til

13. okt. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.