Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 6. október 2021

Umboðsmaður Alþingis vill ítarlegri skýringar frá Landspítalanum á því sjúklingur hafi verið í 572 daga á öryggisgangi réttargeðdeildarinnar. Hann vill vita um aðbúnað sjúklingsins og ástæður vistunarinnar.

Þriðja aðgerð Seðlabankans til kæla fasteignamarkaðinn var kynnt í morgun með 0,25 prósenta stýrivaxtahækkun. Henni er einnig ætlað vinna gegn verðbólgu.

Yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum segir um fimmtán manns með hjartavöðvabólgu hafa komið á sjúkrahúsið í sumar eftir bólusetningu. Hjartavöðvabólga geti verið langvinn og hættuleg en flestir jafni sig.

Enn mælist hreyfing á jarðfleka við skriðusárið ofan Seyðisfjarðar. Spáð er allt 50 millimetra úrkomu til fjalla á Austfjörðum á morgun.

Fjórar kærur hafa borist dómsmálaráðuneytinu í kjölfar endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum.

Viðgerðir vegna skemmda sem urðu á hafnarmannvirkjum á Norðurlandi í óveðrinu í síðustu viku kosta milljónir króna.

Formlegar stjórnarmyndunarviðræður jafnaðarmanna, græningja og frjálslyndra demókrata í Þýskalandi hefjast á morgun. Gengið er út frá því Olaf Scholz, leiðtogi jafnaðarmanna, verði kanslari.

Kvennalið Breiðabliks mætir Paris Saint-Germain í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fótboltalið leikur í riðlakeppni í Evrópukeppni.

Birt

6. okt. 2021

Aðgengilegt til

6. okt. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.