Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 5. október 2021

Páll Matthíasson hefur sagt upp sem forstjóri Landspítalans og hættir um helgina. Hann óskaði sjálfur eftir því láta af störfum.

Rýming á Seyðisfirði verður í gildi fram yfir næstu helgi og var hættustig almannavarna vegna skriðuhættu sett á í gær.

Nokkrir íbúar í Útkinn hafa ákveðið yfirgefa bæi sína þótt þeir séu ekki á rýmingaráætlun.

Þjónar kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi brutu gegn yfir tvö hundruð þúsund börnum á sjötíu ára tímabili frá árinu 1950, samkvæmt skýrslu sem gefin var út í dag. Kaþólska kirkjan hefur beðið brotaþola fyrirgefningar.

Nær tíunda hvert grunnskólabarn utan höfuðborgarsvæðisins glímir við offitu. Offita barna er sums staðar á landsbyggðinni tvöfalt algengari en á höfuðborgarsvæðinu.

Allt getur klikkað á netinu, eins og sannaðist í gær þegar Facebook niðri klukkutímum saman, segir forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki virðist sem persónuupplýsingar notenda hafi verið í hættu.

Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær, með úrskurðum Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í gær. Nefndin felldi meðal annars úr gildi ákvörðun sveitarfélagsins Voga um hafna framkvæmdaleyfi.

Birt

5. okt. 2021

Aðgengilegt til

5. okt. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.