Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 30. september

Tugi fjár á Stöndum fennti í kaf og drapst í illviðrinu í fyrradag. Bændur í Húnavatnssýslum og á Vestfjörðum hafa staðið í ströngu við grafa úr fönn.

Jörð skelfur enn við Keili, skjálfti uppá 3 um ellefu leytið í morgun fannst á höfuðborgarsvæðinu. Eftir hádegi eiga liggja fyrir gervitunglamælingar sem gætu sýnt hvort þrýstingur er aukast í jarðskorpunni við Keili.

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands var í dag dæmdur í eins árs fangelsi fyrir hafa notað allt of mikla fjármuni í kosningabaráttu sína árið 2012

Rúmlega fertugs Íslendings er saknað eftir hann féll af sæþotu við Öland í Svíþjóð um helgina. Leit lögreglu stóð yfir í aðeins þrjár klukkustundir áður en henni var hætt. Liðsauki héðan er á leiðinni til aðstoða við leitina.

Viðræður um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf stjórnarflokkanna þriggja halda áfram, en formennirnir hittast á fundi í dag.

Talið er um ein komma fjórar milljónir breskra heimila geti nýtt sér rafmagn frá sæstreng milli Bretlands og Noregs sem tekinn verður hluta til í notkun á morgun. Hann er um 720 kílómetra langur, lengsti sem lagður hefur verið.

Birt

30. sept. 2021

Aðgengilegt til

30. sept. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.