Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 29. september

Jarðskjálfti þrír komma fimm stærð var skammt suð-suð-vestur af Keili laust eftir klukkan ellefu í morgun. Hann fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftahrina hefur staðið við Keili frá því um helgina. Níu skjálftar yfir tveimur hafa orðið þar frá miðnætti.

Landskjörstjórn hefur flýtt úthlutunarfundi kjörbréfa vegna alþingiskosninganna. Það bíður síðan Alþingis ákveða hvort kosningarnar um liðna helgi teljist gildar.

Seðlabankastjóri segir teikn á lofti fasteignamarkaðurinn leita í sömu átt og fyrir hrun og kynnti í morgun nýjar reglur um hámarks greiðslubyrði húsnæðislána.

Ekki hefur frést af neinu meiriháttar tjóni í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Vatn flæddi inn í mörg hús á Siglufirði og trjágróður lét víða undan þungum snjó.

Veðurstofan hefur fengið um 25 tilkynningar um snjóflóð á Vestfjörðum og á Tröllaskaga í kjölfar illviðrisins í gær. Eitt flóð féll á varnargarðinn ofan við Flateyri.

Hnédjúpur snjór er kominn í Hlíðarfjall ofan Akureyrar. Forstöðumaður gleðst yfir þessum mikla snjó en reiknar ekki með opna svæðið á næstu vikum.

Birt

29. sept. 2021

Aðgengilegt til

29. sept. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.