Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 27. september

Karl Gauti Hjaltason fráfarandi alþingismaður ætlar kæra endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. Oddviti Pírata í kjördæminu kærir til kjörbréfanefndar Alþingis og vill kosið verði aftur. Forystumenn fjögurra flokka í Suðurkjördæmi krefjast endurtalningar í því kjördæmi.

Formenn stjórnarflokkanna funda síðar í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekkert launungarmál það verði áskorun saman um ákveðin mál.

Stjórnmálaflokkarnir í Þýskalandi eru komnir á fullt í þreifingar um myndun ríkisstjórnar eftir þingkosningarnar í gær. Kanslaraefni bæði Kristilegra demókrata og jafnaðarmanna telja sig eiga umboð til stjórnarmyndunar.

Spáð er hvössu hretviðri á Vestfjörðum og við Breiðafjörð og víðar á landinu. Þakplötur hafa fokið í Bolungarvík.

Tæplega 65 prósent íbúa í Húnavatnshreppi vilja fara í sameiningarviðræður við Blönduósbæ. Skoðunarkönnun um málið var framkvæmd samhliða alþingiskosningum um helgina.

Þjálfari Íslandsmeistara Víkings í fótbolta, segir það gera sigurinn enn sætari hversu góðir Blikar hafa verið í sumar.

Birt

27. sept. 2021

Aðgengilegt til

27. sept. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.