Saksóknari í Rauðagerðismálinu krefst sextán til tuttugu ára fangelsisdóms yfir Angjelin Sterkaj vegna morðsins á Armando Beqiri um miðjan febrúar. Munnlegur málflutningur er í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Frá og með næstu viku verður hægt að kaupa íslenska tryggingu fyrir netárásum á fyrirtæki, en hana verður þó ekki hægt að nota til þess að borga tölvuþrjótum lausnargjald.
Miklu fleiri hafa kosið til Alþingis utan kjörfundar í ár en í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. Veðrið gæti gert kjörstjórnum erfitt fyrir á kjördag. Landhelgisgæslan er í viðbragðsstöðu og verður bæði með varðskip og þyrlu til taks til að koma kjörkössum á talningarstaði.
Grímseyingar eru staðráðnir í að byggja nýja kirkju í eynni og fjársöfnun er þegar hafin. Lögregla telur líklegast að kviknað hafi í út frá rafmagni.
Stjórnarformaður Læknavaktarinnar segir það svik af hálfu stjórnvalda að koma ekki betur til móts við starfsemina í kórónuveirufaraldrinum.
Líf færist í Eiðastað að nýju. Tveir athafnamenn ætla að kaupa Eiðajörð og byggingar gamla alþýðuskólans.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mun, eins og önnur lið, fá tvöfalt hærri upphæð fyrir þátttöku sína á EM á næsta ári en það fékk á síðasta Evrópumóti. Þetta var ákveðið af framkvæmdastjórn Evrópska knattspyrnusambandsins í gær.