Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 20. september 2021

Hlutabréf í öllum félögum í Kauphöllinni hafa fallið töluvert í verði í morgun. Erfið skuldastaða kínversks fasteignarisa hefur valdið lækkunum víða á Vesturlöndum. Kosningaskjálfti og smæð markaðarins veldur enn meiri lækkun hér.

Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvaða aldurshópum verður boðið upp á örvunarskammta af bóluefni við COVID-19. Hann vonar framtíð faraldursins ráðist sem minnst af niðurstöðum alþingiskosninganna.

Kjósendur allra flokka eru á einu máli um heilbrigðismál séu mikilvægasta málefnið fyrir komandi alþingiskosningar. Umhverfismál eru ofar í huga kjósenda en nokkurn tíma áður.

minnsta kosti sex létust og hátt í þrjátíu særðust í skotárás í háskóla í Rússlandi í dag. Árásarmaðurinn, nemandi í skólanum, særðist alvarlega í viðureign við lögregluna.

Vísbendingar eru um flúor í heyfeng bænda í Reyðarfirði svo mikill sumt heyið megi ekki gefa jórturdýrum á meðan þau eru mjólkandi. Flúorinn kemur frá álveri Fjarðaáls og mældist mikill í sumar vegna þurrka og hægviðris.

Víkingur komst á toppinn í úrvalsdeild karla í fótbolta í gærkvöld. Mikið gekk á, á lokamínútunum hjá toppliðunum tveimur.

Birt

20. sept. 2021

Aðgengilegt til

20. sept. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.