Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 17. september 2021

Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir ákveðið úrræðaleysi í þjónustu við börn með alvarlegan vanda. Sveitarfélögum þyki nokkuð skorta upp á ríkið sinni því sem því ber samkvæmt lögum.

Þrír til viðbótar hafa greinst í hópsmiti í skólum á Reyðarfirði og eru alls 13 smitaðir. Álverið á Reyðarfirði sem er 800 manna vinnustaður hefur gripið til ýmissa ráðstafana vegna ástandsins.

Réttarhöld er hafin í Austurríki vegna dræmra viðbragða við útbreiðslu kórónuveirunnar í Ischgl og fleiri skíðabæjum í Týról. Yfirvöld eru sökuð um hafa virt vettugi viðvaranir sem bárust meðal annars frá Íslandi.

Sérfræðingar Veðurstofunnar brýna fyrir fólki halda sig fjarri gönguleið A við gosstöðvarnar. Hraunrennsli jókst í gærkvöld og litlu munar það fari yfir varnargarð og yfir gönguleiðina.

Varðturninn á Litla-Hrauni heyrir brátt sögunni til en hann verður fjarlægður samhliða umfangsmiklum endurbótum á fangelsinu sem kynntar voru í morgun.

Bikarúrslit karla og kvenna í körfubolta verða spiluð á morgun. Stjarnan og Njarðvík mætast í karlaflokki og Haukar og Fjölnir í kvennaflokki.

Birt

17. sept. 2021

Aðgengilegt til

17. sept. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.