Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 8. september 2021

Flóðið í Skaftá breytist lítið, en heldur hefur dregið úr rennsli síðastliðinn sólarhing. Viðbúið er vatn berist inn á hringveginn.

Ótímabært er lýsa yfir lokum eldgossins í Geldingadölum. Gas streymir úr gígnum og í honum er enn kvika, en hún kemur ekki upp á yfirborðið. Landris við Öskju heldur áfram.

Mikill ótti greip um sig víða í Mexíkó þegar jarðskjálfti, sjö stærð, skók landið í gærkvöldi.

Stefnt er á hefja covid-hraðpróf á landsbyggðinni í byrjun næstu viku. Skipulagning er í höndum heilsugæslunnar á hverjum stað. Þrjátíu og sjö kórónuveirusmit voru greind innanlands í gær

Læknafélag Reykjavíkur hefur slitið samningaviðræðum við Sjúkratryggingar um samninga við sérfræðilækna. Viðræður hafa staðið í þrjú ár.

Komið verður við í réttum í Öxarfirði í fréttatímanum.

Ísland mætir Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir mótherjinn í heimsklassa og verkefnið því erfitt.

Birt

8. sept. 2021

Aðgengilegt til

8. sept. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.