Enn bætir í rennsli Skaftár í byggð og er viðbúið að vatn og aur flæmist um stórt svæði. Við Sveinstind er rennslið orðið um 15 hundruð rúmmetrar og hefur aukist mjög hægt frá því gærkvöld.
40 vitni koma fyrir dóm í næstu viku þegar aðalmeðferð verður í Rauðagerðismálinu og notast þarf við óvenju marga túlka. Búist að skýrslutökur af vitnum og sakborningum standi fram eftir viku.
Sjómenn, sem hafa verið samningslausir í 21 mánuð, slitu í gær kjaraviðræðum við útgerðarmenn. Ekki hefur tekist að ná saman um lífeyrissjóðsmál.
25 greindust innanlands með kórónuveirusmit í gær. Iðnaðar- og ferðamálaráðherra segir tímabært að slaka á sóttvörnum.
Rannsóknir í Þýskalandi benda til þess að töluverð ógn sé af falsfréttum og röngum fullyrðingum í aðdraganda þingkosninga sem fara fram þar í landi síðar í þessum mánuði.
Ærið verkefni bíður karlaliðs Vals í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handbolta. Liðið dróst í morgun gegn landsliðsmanninum Bjarka Má Elíssyni og þýsku bikarmeisturunum í Lemgo.