Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 31. ágúst 2021

Starfandi formaður KSÍ gerir ekki ráð fyrir neinn af fráfarandi stjórnarmönnum sækist eftir vera í næstu stjórn sambandsins. Klara Bjartmarz verður áfram framkvæmdastjóri, hún á sanngjarna umfjöllun - segir formaðurinn.

Forsætisráðherra segir dapurlegt svo mikið hafi þurft til, til hrinda atburðarásinni hjá KSÍ af stað. Menntamálaráðherra ræðir við stjórn KSÍ í dag.

Talsmaður talíbana óskar Afganistan öllu til hamingju með sigurinn. Síðustu hermenn bandaríkjahers í landinu yfirgáfu Kabúl í nótt.

Yfirlæknir hjá landlæknisembættinu segir í ljós komi á næstu dögum hvort núverandi reglur um sóttkví í skólum nægi til halda smitum í skefjum. Heilbrigðisráðherra telur reglurnar duga til halda skólastarfi gangandi.

Skýra þarf réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks mati hagsmunasamtaka lækna. Ísland eina norræna ríkið þar sem ekki er sérstök löggjöf um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks.

Enn geisa þurrkar eystra og Heilbrigðiseftirlitið varar vatnslausa bændur við leiða yfirborðsvatn í vatnsból sín. Betra sækja sér vatn í kaupstað, jafnvel þó taka þurfi vatnið á þvottaplani.

Tveir Íslendingar kepptu á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í nótt og í morgun. Róbert Ísak Jónsson, sundmaður, gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet í síðustu grein sinni á leikunum.

Birt

31. ágúst 2021

Aðgengilegt til

31. ágúst 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.