Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 26. ágúst

Slakað verður á sóttvarnareglum frá og með laugardeginum. Sundlaugar, veitinga- og skemmtistaðir mega taka við fleirum og eins metra regla fellur niður á sitjandi viðburðum.

Einn sjúklingur með covid lést á Landspítala í gær, fyrsti í þessari bylgju faraldursins. Hundrað og þrír voru greindir með veiruna innanlands í gær. Smitin dreifast um allt landið.

Hátt í hundrað þúsund manns hafa verið flutt frá Afganistan frá því Talibanar tóku völdin 14. ágúst. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi vara við því hryðjuverkaárás á flugvöllinn í Kabúl yfirvofandi.

Hættumerki sjást á húsnæðismarkaði og segir aðalhagfræðingur Seðlabankans vísbendingar séu um bólumyndun. Ekki lengur hægt skýra hækkun húsnæðisverðs með auknum tekjum almennings.

Félag sjúkraþjálfara segir með nýju ákvæði í reglugerð um greiðsluþátttöku skapað tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem hinir efnameiri geti fengið þjónustu fyrr. Félagið íhugar fara með málið fyrir dóm.

Vegagerðin vinnur viðgerðum á Sprengisandsleið sem var hluta lokað í gær vegna vatnavaxta.

Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í fótbolta þegar liðið sigraði Tindastól með sex mörkum gegn einu.

Birt

26. ágúst 2021

Aðgengilegt til

26. ágúst 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.