Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 13. ágúst

Átta eru á gjörgæslu vegna covid og fimm í öndunarvél. Sóttvarnalæknir segir það ógnvekjandi þróun og býst jafnvel við neyðarkalli frá spítalanum í dag.

Mannréttindasamtök óttast mannfall almennra borgara í Afganistan eigi eftir aukast. Talibanar hafa náð þriðjungi héraðshöfuðborga og sækja af hörku fram á mörgum vígstöðvum.

Félag framhaldsskólakennara hyggst beita sér gegn tvöfaldri kennslu framhaldsskólakennara, þar sem bæði nemendum í skólastofu og þeim sem heima sitja er sinnt samtímis með tilheyrandi álagi.

Ekki eru notaðir stimplar með listabókstöfum þegar kosið er utan kjörfundar heldur blýantar vegna faraldursins. Fyrstu kjósendur voru mættir við húsnæði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinur þegar klukkan var gengin 20 mínútur í níu í morgun.

Akureyrarbær sér öllum líkindum um rekstur Hlíðarfjalls í vetur því ekki fékkst nógu gott tilboð þegar reksturinn var boðinn út.

Tapið gegn Svartfellingum í gær er gríðarlega svekkjandi, segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta.

Birt

13. ágúst 2021

Aðgengilegt til

13. ágúst 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.