Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 21. júlí 2021

56 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, langflestir voru bólusettir. Einn var lagður inn á sjúkrahús í gær. Sóttvarnalæknir íhugar næstu skref í samráði við stjórnvöld. Flest smit undanfarna daga tengjast skemmtistað í Bankastræti í Reykjavík.

Búist er við þúsundum í sýnatöku í dag, álagið á Suðurlandsbraut hefur aukist en verkefnastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir raðirnar gangi hratt.

Hátíð sem fara átti fram á Flúðum um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Skipuleggjandi hátíðarinnar segist ekki öfunda neinn af því halda utan um útihátíðir í því árferði sem er.

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er sagður hafna staðfastlega ásökunum um hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi.

Hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir í Henan héraði í Kína vegna flóða. minnsta kosti tólf manns hafa látist.

Milwaukee Bucks varð í nótt bandarískur meistari í körfubolta eftir sigur gegn Phoenix Suns. Þetta er fyrsti NBA titill félagsins í 50 ár.

Birt

21. júlí 2021

Aðgengilegt til

21. júlí 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.