Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 12. júlí 2021

Fimmtán ferðamenn með COVID-19 dvelja í Farsóttarhúsi, meirihlutinn er bólusettur gegn kórónuveirunni. Fólkið greindist skömmu áður en það hugðist fara úr landi og flestir höfðu ferðast talsvert um landið.

Lög og mannréttindi eru brotin á fötluðum manni sem hefur verið lokaður inni á réttargeðdeildinni á Kleppi í fjögur ár. Þetta segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar.

Harðra viðurlaga er krafist við rasískum skilaboðum sem þremur landsliðsmönnum Englands bárust eftir tapið gegn Ítalíu í gær. Lögregla heitir rannsókn á uppruna skilaboðanna.

Þúsundir söfnuðust saman á Kúbu í gær og mótmæltu ráðamönnum landsins, höftum, vöruskorti og óboðlegu efnahagsástandi. Málgagn kommúnistaflokksins segir fámennan hóp gagnbyltingarsinna hafa verið á ferð.

Hafrannsóknastofnun er við makrílrannsóknir á hafsvæðinu við Ísland, en enginn makríll hefur veiðst í íslenskri landhelgi það sem af er vertíðinni. Öll veiðin er í Síldarsmugunni langt norður í hafi.

Leguplássum á Landspítalanum hefur fækkað í hlutfalli við fjölgun landsmanna. Svæfingalæknir hefur miklar áhyggjur af stöðunni og segir bregðast þurfi strax við.

Birt

12. júlí 2021

Aðgengilegt til

12. júlí 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.