Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 29. júní 2021

Dómsmálaráðherra spurði lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu klukkan hálf fimm á aðfangadag hvort embættið ætlaði ekki biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglunnar um Ásmundarsalarmálið. Lögreglustjórinn greindi frá þessu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars.

Gert er ráð fyrir hiti fari í 26 gráður á Egilsstöðum í dag og hefur ferðafólk streymt í bæinn. Spáð er áframhaldandi hlýindum um allt austanvert landið.

Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir rétt láta börn njóta vafans á meðan áhrif COVID-bólusetninga á börn eru rannsökuð frekar.

Náttúruvársérfræðingur segir virkni á gosstöðvunum hafa aukist lítið eitt á eftir dró úr henni í gær. Krafturinn er þó enn minni en verið hefur.

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur verðbólga hér á landi verði nokkuð mikil fram á mitt næsta ár. VerðbólguHorfur til langs tíma séu þó góðar.

Búið er kortleggja rúmlega fimm hundruð smávirkjanakosti í sveitarfélögum á Norðurlandi. Sérfræðingur hjá Orkustofnun segir gott fyrir hagsmunaaðila sjá hvaða möguleikar eru í boði.

Sveitarfélögin Skagaströnd og Skagabyggð ræða grundvöll fyrir sameiningu. Íbúar þeirra beggja höfnuðu sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu fyrr í sumar.

Frakkland féll úr leik í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í gærkvöld. Frakkar mættu Sviss og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Átta mörk voru skoruð í leik Spánar og Króatíu.

Birt

29. júní 2021

Aðgengilegt til

29. júní 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.