Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 14. júní 2021

Samskiptin við Rússa hafa ekki verið verri síðan í kalda stríðinu, sagði aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, við upphaf leiðtogafundar NATÓ-ríkjanna í Brussel í dag. Bæði forsætisráðherra Íslands og utanríkisráðherra sækja fundinn.

Tveir greindust með COVID-19 innanlands í gær, annar í sóttkví en hinn ekki. Tíu þúsund manns úr átta árgöngum hefur verið boðið í bólusetningu með bóluefni Janssen í Laugardalshöll í dag. Nokkuð er um yngra fólk falli í yfirlið.

Palestínumenn gera ekki ráð fyrir samskiptin við Ísraelsmenn batni þrátt fyrir stjórn tekin við völdum.

Rekstur sóttkvíarhótela hefur kostað ríkið einn koma tvo milljarða króna. Þar af hefur matur fyrir hótelgesti kostað hundrað sextíu og fjóra milljónir króna.

Við heyrum af kuldatíðinni á Norðurlandi í fréttatímanum.

Danski framherjinn Christian Eriksen segist vera hressast, en hann fekk hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á Evróumótinu í fótbolta á laugardag. Félagar hans í danska landsliðinu eru enn slegnir yfir atvikinu.

Birt

14. júní 2021

Aðgengilegt til

14. júní 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.