Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 8. júní 2020

Margir stærstu fréttavefir heims lágu niðri í morgun vegna bilunar hjá bandarísku netflutningsfyrirtæki. Hún teygði anga sína hingað til lands en olli ekki víðtækum bilunum.

Íslenskur öldrunarlæknir segir nýtt bandarískt alzheimer-lyf marka tímamót í viðureigninni við sjúkdóminn. Hún segir líklegt Lyfjastofnun Evrópu bíði átekta þar til lyfið er fullprófað.

Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir lokun Domus Medica snúist um óhentugt húsnæði og treystir því starfsemi haldi áfram þar.

Eitt mesta framkvæmdasumar frá því fyrir hrun er hafið hjá Vegagerðinni. Nýframkvæmdir og viðhaldsframkvæmdir nema þrjátíu og einum milljarði króna.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Félag atvinnurekenda lýsa yfir vonbrigðum með fríverslunarsamning Íslands og Bretlands, sem samþykktur var á föstudag.

Í fyrsta skipti frá 2014 verður nafn KR ekki á Íslandsmeistarabikar karla í körfubolta. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta ætlar mæta því pólska af fullri hörku í dag.

Birt

8. júní 2021

Aðgengilegt til

8. júní 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.