Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 28. maí 2021

Afhendingaráætlun frá AstraZeneca fyrir júní liggur ekki fyrir. Heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir segja það óheppilegt. Fimm innanlandssmit greindust í gær, tveir hinna smituðu voru utan sóttkvíar.

Alþjóðaflugmálastofnunin ætlar rannsaka hvort Hvítrússar hafi brotið lög þegar þeir þvinguðu farþegaþotu Ryanair til lenda í höfuðborginni Minsk. Tveir farþegar voru handteknir við komuna þangað.

Heilir árgangar verða dregnir út handahófskennt fyrir bólusetningu, sem gæti hafist í næstu viku á höfuðborgarsvæðinu.

Formaður sjúkraliðafélagsins hefur þungar áhyggjur af því framlínustarfsfólk kulni í starfi í kjölfar heimsfaraldursins. Ekki haldið nægilega vel utan um það.

Fella ber allar aldurstengdar viðmiðanir úr lögum og miða starfslok heldur við áhuga, færni og getu. Þetta er eitt fimm áhersluatriða sem Landssamband eldri borgara beinir stjórnmálamönnum fyrir alþingiskosningarnar í haust.

Gróðureldar við gosstöðvarnar hafa náð yfir meira en þrjátíu hektara, samkvæmt nýjustu mælingum Náttúrufræðistofnunar. Hraunið er orðið meira en tveir ferkílómetrar og undir því mikið til vel gróin mosaþemba og lyng.

Víða um land eru tún skrælna af þurrki og ekkert sprettur þó búið bera á. Bóndi í Skagafirði hefur gripið til þess ráðs vökva hjá sér túnin til koma einhverri sprettu af stað.

Birt

28. maí 2021

Aðgengilegt til

28. maí 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.