Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 7. apríl 2021

Ellefu greinudst með COVID-19 í gær, þar af voru sex utan sóttkvíar. Fimm þeirra tengjast hópsmiti á Suðurlandi sem sennilega tengja landamærasmiti. Von er á úrskurði Landsréttar síðdegis í dag varðandi heimildir stjórnvalda til skikka fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli.

Jarðeldarnir við Fagradalsfjall koma allir úr sömu gosrásinni. Nýjustu eldarnir sem komu upp í nótt eru á um eins kílómetra sprungu sem nær úr Geldingadölum í norðaustur. Gasmælitæki Veðurstofunnar og fleiri nærri gosinu eru dottin úr sambandi. gönguleið hefur verið stikuð og aðeins fara þá leið. .

Lögregla hefur lagt hald á bíl sem grunur er um hafi verið ekið á Daníel Eiríksson við Vindakór í Kópavogi á föstudaginn langa með þeim afleiðingum hann lést.

Kona sem fékk síðari sprautuna með bóluefni Pfizer í morgun líkir því við vera nýfermd. Hátt í 4.000 manns verða bólusettir í Laugardalshöll í dag. Metfjöldi bólefnaskammta barst Heilbrigðisstofnun Norðurlands í dag. Hundruð verða bólusettir á slökkvistöðinni á Akureyri með bóluefnum Pfizer og AstraZeneca

Stjórnarskipti verða líklega á Grænlandi í kjölfar kosningasigurs Inuit Ataqatigiit. Leiðtogi flokksins, Múte B. Egede er þakklátur fyrir stuðninginn.

Real Madríd og Manchester City standa vel vígi í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins.

Birt

7. apríl 2021

Aðgengilegt til

7. apríl 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.