Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 26. mars 2021

Sex greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær, einn utan sóttkvíar, hefur starfað á gosstöðvunum á Reykjanesskaga. Sóttvarnalæknir vill ekki fólk leggi leið sína gosinu.

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Suðurlandi öllu seinni partinn á morgun með austan hvassviðri og snörpum vindhviðum. Gul viðvörun er í gildi fyrir vestan, norðan og austanvert landið í dag.

Heilbrigðisráðherra segist hafa haldið framleiðendur bóluefna væru áreiðanlegri og samstarf ESB við önnur Evrópuríki væri stöðugra. Formaður Miðflokksins segir upplýsingaóreiða einkenni allar fréttir af bólusetningum.

Lögregla í Noregi rannsakar enn meint sóttvarnabrot Ernu Solberg forsætisráðherra. Niðurstöðu er vænta eftir páska.

Fornleifarannsóknir ganga hægt vegna þess hve litlir fjármunir eru settir í uppgröft. Með sama áfamhaldi tekur tíu ár ljúka uppgreftri á Stöð í Stöðvarfirði. Ódýrara væri grafa á skemmri tíma því heil vika fer í rífa ofan af rústum og ganga frá eftir sumarið.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fer til Armeníu í dag og mætir Armenum í undankeppni HM á sunnudag. Leikmenn liðsins ætla ekki dvelja við tapið fyrir Þýskalandi í gærkvöld.

Birt

26. mars 2021

Aðgengilegt til

26. mars 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.