Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 25. mars 2021

8 greindust innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Breska afbrigði veirunnar virðist hafa náð bólfestu hér á landi. Fólk getur veikst alvarlega og fleiri þurfa leita á sjúkrahús vegna hennar.

Stjórn Félags stjórnenda leikskóla harmar þá ákvörðun leikskólum hafi ekki verið lokað eins og öðrum skólum fram páskum. Formaður Félags leikskólakennara spyr hvort verið taka óþarfa áhættu með því hafa leikskólana opna.

Forsætisráðherra segir gerðir samningar við Evrópusambandið um afhendingu bóluefna standi þrátt fyrir reglugerð sem sambandið gaf út í gær. Regerðina megi rekja til togstreitu á milli ESB og Breta.

Von er á fyrsta skammtinum af Janssen bóluefninu frá Johnson og Johnson til landsins sextánda apríl, en aðeins þarf bólusetja einu sinni með því. Þetta er ekki stór sending en von er á stærri síðar.

Eigendur skips sem strandaði og stöðvaði umferð um Súesskurð, segja erfitt geti reynst koma skipinu á flot. Sérfræðingar telja margar vikur geti tekið losa skipið. af strandstað.

Einn leikmaður þýska landsliðsins í fótbolta, sem það íslenska leikur við ytra í kvöld, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Undir 21-árs lið Íslands hefur leik gegn Rússum á Evrópumótinu í Ungverjalandi síðdegis.

Birt

25. mars 2021

Aðgengilegt til

25. mars 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.