Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 15. mars 2021

Sóttvarnalæknir leggur til landamæraaðgerðir nái líka til barna en breska afbrigðið virðist valda meiri veikindum hjá þeim. Breska afbrigðið er í mikilli sókn erlendis og það endurspeglast á landamærunum.

Einungis tveir skjálftar yfir þremur stærð hafa orðið í nágrenni Grindavíkur frá miðnætti.

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands segir þótt segja þurfi upp öllum stafsmönnum hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð þegar ríkið tekur við rekstrinum, verði hægt bjóða öllum starf.

Laun forstjóra Orkuveitunnar eru umtalsvert hærri en borgarstjóra eftir stjórn fyrirtækisins samþykkti hækka laun forstjóra um 370 þúsund krónur á mánuði.

Flokkur Angelu Merkel fékk slæma útreið í tvennum kosningum til ríkisþinga í gær. Úrslitin eru talin gefa vísbendingar um niðurstöðuna í kosningum til sambandsþingsins í haust.

Stutt og snörp 70 þúsund tonna loðnuvertíð er á enda og allar útgerðir loðnuskipa hafa lokið veiðum.

Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í gær Grammyverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Beyonce er orðin sigursælasta konan í sögu verðlaunanna.

Hjörvar Steinn Grétarsson vann Íslandsbikarinn í skák í gær.

Birt

15. mars 2021

Aðgengilegt til

15. mars 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.