Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 9. Mars

COVID

Heilbrigðisráðherra á fund með sóttvarnalækni síðar í dag um næstu skref. Hún segir næstu daga og klukkustundir ráða úrslitum um hvort herða þurfi aðgerðir.

Menntamálaráðherra segir það hafa verið þungbæra ákvörðun áfrýja úrskurði kærunefndar jafnréttismála til Landsréttar. Hún telur málið ekki hafa þau áhrif konur hiki við leita réttar síns.

Það voru eiginlega allir detta út og inn úr prófinu segir nemandi í 9. bekk sem tók samræmt próf í íslensku í gærmorgun. Forstjóri Menntamálastofnunar hefur sent menntamálaráðherra tólf minnisblöð undanfarin ár þar sem knúið er á um breytingar á próftökukerfinu.

Ákveðið hefur verið framlengja tilraunaverkefni með kvennaathvarf á Akureyri út árið 2021. Verkefnastýra segir heimilsofbeldi ekki bara bundið við Höfuðborgarsvæðið

Norræna kom til Seyðisfjarðar í morgun eftir upplyftingu í Danmörku. Framkvæmdastjóri Smyril Line segir meira í boði um borð en áður og Norræna líkist meira skemmtiferðaskipi en ferju.

Norðmenn ætla ekki herða sóttvarnaráðstafanir í öllum Noregi sinni. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, sagði ástandið væri svo ólíkt í landinu ekki væri ástæða til grípa til ráðstafana sem næðu til alls Noregs, heldur yrðu smitvarnir staðbundnar.

Veðurhorfur: Hann er vetrarlegur. Norðaustan 8-15 m/s síðdegis. Rigning eða snjókoma á austanverðu landinu. Hiti víða nálægt frostmarki.

Bætir í vind og úrkomu í kvöld og nótt. Norðan 10-18 á morgun með úrkomu, en 15-23 um landið norðvestanvert. Úrkomulítið sunnanlands, annars víða slydda eða snjókoma, en rigning austast á landinu. Hiti við frostmark. Snarpir vindstrengir við fjöll í flestum landshlutum á morgun. Einnig búast við hríðarveðri nokkuð víða, sérílagi á fjallvegum, en úrkomulítið syðra.

Birt

9. mars 2021

Aðgengilegt til

9. mars 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.