Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 5. mars 2021

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. Lilja höfðaði mál gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, sem kærði ráðninguna, til fella úrskurð kærunefndarinnar úr gildi.

Skjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesskaga. Skömmu fyrir hádegi varð snarpur skjálfti sem fannst vel víða á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrum Grindvíkingum þykir þetta vera orðið meira en nóg og hafa komið sér út úr bænum.

Búist er við kínverska þingið samþykki frumvarp sem talið er munu torvelda enn lýðræðissinnum komast á þing í Hong Kong. Ársfundur kínverska þingsins hófst í morgun.

Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær.

Faðir barns í Fossvogsskóla hefur tilkynnt Reykjavíkurborg til barnaverndaryfirvalda vegna mygluvanda í skólanum.

Margir hafa nýtt sér endurgreiðslu virðisaukaskatts og ráðist í framkvæmdir á heimilum sínum. Formaður Sambands iðnfélaga segir stefna í metár og vill úrræðið Allir vinna verði framlengt.

Birt

5. mars 2021

Aðgengilegt til

5. mars 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.