Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 23. febrúar 2021

Fjöldatakmarkanir verða rýmkaðar úr 20 í 50 með nýrri sóttvarnareglugerð, sem tekur gildi á morgun. Áhorfendur aftur mæta á íþróttaviðburði og opnunartími veitingastaða verður lengdur um eina klukkustund. Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær.

Landlæknir og lögregla eru með nokkur mál til skoðunar þar sem læknir, sem vann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá 2018 til 2020, er grunaður um hafa veitt sjúklingum líknandi meðferð á vafasömum forsendum. Læknirinn er ekki lengur með starfsleyfi.

Tvö prósent þeirra sem hafa verið bólusett hafa tilkynnt um grun um aukaverkanir af Covid-bóluefnum. Átján alvarleg tilfelli hafa verið tilkynnt og af þeim eru 10 dauðsföll.

Heræfingar Atlantshafsbandalagins í og við Noreg hafa valdið spennu á milli Norðmanna og Rússa. Rússnesk stjórnvöld segja veru bandarískra sprengjuflugvéla í Noregi ógn við öryggi sitt.

Íþróttafrömuðir fagna því áhorfendur megi aftur mæta á íþróttakappleiki frá og með morgundeginum. Algjört áhorfendabann hefur verið á íþróttakappleikjum frá því í október.

Birt

23. feb. 2021

Aðgengilegt til

23. feb. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.