Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 13. janúar 2021

Enginn, hvorki sjúklingur né starfsmaður, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni í kjölfar smits sem greindist á hjartadeild Landspítala í gær. Staðan á deildinni er stöðug.

Sóttvarnalæknir segir að leita þurfi allra leiða til að hindra að smit berist inn í landið og hyggst leggja til við heilbrigðisráðherra að vottorð um neikvætt COVID-próf verði tekin gild á landamærunum.

Það er ákveðinn léttir að fá bólusetningu, segir forstöðumaður farsóttarhússins. Starfsmenn þar, sjúkraflutningamenn og fleiri framlínustarfsmenn verða bólusettir í dag með bóluefni frá Moderna sem kom til landsins í gær.

Búist er við að meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykki í dag tillögu um að Donald Trump forseti verði ákærður fyrir að hvetja til árásar á þinghúsið í Washington. í Nokkrir fulltrúa Repúblikanaflokksins segjast ætla að greiða því atkvæði.

Verslun Krónunnar á Reyðarfirði var lokuð um tíma í gær, eftir að fólk sem átti að vera í sóttkví kom í búðina. Lögreglan rannsakar málið.

Bandarísk kona var í morgun tekin af lífi fyrir glæp sem hún framdi fyrir sextán árum. Hún er fyrsta konan sem alríkisyfirvöld láta taka af lífi, í hartnær sjö áratugi.

Heimsmeistaramót karla í handbolta hefst í dag. Erlingur Richardsson landsliðsþjálfari Hollendinga og hans menn eru tilbúnir að fljúga til Egyptalands sem þriðja varaþjóð fari svo að Grænhöfðaeyjar þurfi að draga sig úr keppni.

Birt

13. jan. 2021

Aðgengilegt til

13. jan. 2022
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.

Þættir